13.1.08

Sleepover

Í gær var sleepover hjá 4-6 bekk. Við gistum í íþróttahúsinu og
við áttum að mæta þangað kl:09:00 og taka til dótið okkar.
Ég átti að sofa á milli Agnesar og Ríkeyar en Völu leið illa þar sem hún átti að sofa svo hún kom á milli mín og Agnesar.
Við krakkarnir(Ég, Agnes, Ríkey, Sara og Rökkvi) vorum að dansa dans sem við bjuggum til sjálf. Þegar það var búið fórum við niður í sal í fótbolta og lékum okkur líka í lyftunni. Þegar allir voru komnir á sínar dínur sagði Óli okkur sögu um þegar hann var 18 ára í Amason frumskóginum og þegar hún (sagan)var búin þá fóru allir að sofa.
Reyndar fór engin að sofa því það gat engin sofnað því við vorum búinn að vera að hamast svo mikið.
Kl:05:30 að morgni var vakið mig því við krakkarnir ætluðum að krota á þá sem voru ennþá sofandi.
Það tókst bara vel...
Erna Hörn vaknaði með Fjóla á kininni og svart nef, Patryk með Api á hálsinum og Vala með hross á kininni.
Svo fóru allir krakkarnir niður í sal með slökkt ljósiní fangelsis leik og ég, Ríkey og María vorum bófar og Arnar, Rökkvi, Sindri og Kolbeinn voru löggur.
Svo komu foreldrar að ná í alla krakkana og taka til dótið og fórum heim...
Þegar heim var komið fór ég að horfa á mynd og mamma kom og horfði með mér, myndin var rétt byrjuð þegar ég sofnaði því ég svaf aðeins í 3 og hálfan tíma þessa nóttina...

6.1.08

Gleðilegt nýtt ár !!!

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Ég er bara búin að vera að leika við Ríkey og Bongu undan farna daga og það hefur bara verið mjög gaman. Ég og Bonga vorum að horfa á Viktorias secrit fasions show í gær og vorum að passa Val í leiðinni. Svo er ég bara búin að vera að leika við Ríkey í dag og Bonga hringdi og ég er að fara að passa Val aftur 26 Janúar...
Bless með stæl og varúlfsvæl !!!