31.12.07

Síðustu dagar ársins

Seinustu daga hef ég verið að leika við Bongu. Við erum búnar að vera í Guitar hero og Sing star.
Í fyrra dag (laugadaginn) var jólaball fyrir minstu börnin. Ég var þar með Bongu og Val litla frænda hennar. Á jólaballinu var gefið gjafir, Þeir sem voru ekki byrjuð í skóla fengu dökk græn seðlaveski. En þeir sem voru byrjuð í skóla fengu hitabrúsa.Ég og Bonga gleimdum samt hitabrúsunum okkar á jólaballinu :S og eru þar ennþá En Ég og Marý fengum ekkert nammi á laugardaginn svo pabbi fór með okkur í gær (sunnudaginn) að kaupa nammi. Við fengum fyrir 300 krónur því afslátturinn er bara á laugardögum. En í dag er ég að leika við Þoggu (Þorgerði Sif) og við bíðum bara spenntar eftir öllum sprengjunum í kvöld. Heyrumst bara seinna á nýju ári. Ég þakka öllum fyrir árið sem er líða. Bless í billi...

kveðja Fjóla lind.☺☺☺

20.12.07

Miðvikudagurinn 19.desember


Dagurinn byrjaði á því að ég mætti í skólann klukkan átta. Við horfðum á jólamynd og bárum út jólakort. Eftir hádegi voru litlu jólin. Þar fórum við í leik sem heitir hver er ég. Eftir leikinn las Kata fyrir okkur jólasögu um Pétur og Brand. Svo dönsuðum við við jólalög og borðuðum nammi. Svo fórum við krakkarnir fram í pínu stund að dansa í kring um jólatré.
Eftir litlu jólin fór ég heim og bað pabba að skutla mér heim til Cecils með heitt kakó og jólakönnu frá leynivini (Unni).
Klukkan hálf átta fór ég á jólatónleika og spilaði heims um ból á gítar með Ríkey, Ísak og Ólafi Guðna. Það gekk bara fínt. Það fannst mömmu allavega. Svo fór mamma á litlu jól kennara en við pabbi fórum heim og hittum Marý og Ernu Rut úti að labba.
P.S. Myndin að ofan sýnir jólakortið okkar í ár.

14.12.07

Dagurinn í dag

Í morgun byrjaði ég á því að fara í skólann eins og vanalega.
þar fórum við 6 bekkur að láta upp jólatréð og láta á það seríur.
Það voru pylsur í hádeginu.
Eftir hádegji vorum við að læra um pláneturnar úr "Auðvitað 2" bókinni.
Efitr skóla fór ég bara heim, svo fór ég með mömmu heim til ömmu handleggsbrotnu og var að koma þaðan og á eftir fer ég með mömmu í búðinna.
blogga aftur seinna bæ bæ...

12.12.07

Miðvikudagur
í morgur fór ég í skólann. Þar kláraði 6 bekkur jólapóstkassan sinn.
Eftir skóla fór ég yfir í gamla skóla til mömmu og bað hana að skutla mér heim.
Við fórum til Ingibjargar kennara og fengum okkur smákökkur og vínber.
Svo fórum við í búðina og mamma keypti kex og kókómjólk handa mér og Bongu.
Svo fór ég heim til Bongu og er núna í tölvunni hennar og er að bíða eftir að það komi matur...

11.12.07

Þriðjudagur
í morgun var mér illt í maganum og fór ekki í skólann fyrr en kL: 09:00.
Þar vorum við að gera jólapóstkassa. Við 6.b erum með robot.
Eftir hádegi fór ég í heimilsifræði og bakaði pizzasnúða.
eftir skóla fór ég bara heim var að horfa á misheppnuð atriði úr friends og fór svo í féló kl:16:00.
og í kvöld fer ég í t.t.t. og eftir það að passa með Þórdísi


bless bless...

10.12.07

Mánudagur
Í morgun fór ég í skólan. Eftir hann þá fóru ég, Helgi, Patryk og Arnar heim til Patryks.
Þar fórum við að leika við Fróða hundinn hans Patryks. Við fórum út á á sem var frosin og vorum að leika við Fróða. Við fórum svo heim til Arnars í guitar hero og xxx snjóbretta leik.
Svo kom ég bara heim og gerði okkur jóla kort með Marý og mömmu og núna bíð ég bara eftir matnum.

9.12.07

Sunnudagur
Í morgun vaknaði ég og fór í barnaguðs þjónustu eftir það fór ég heim til Hörpu.
Við gerðum nokkur jóla kort og fengum okkur svo að borða, Svavar Máni litli frændi Hörpu fannst brauðið hennar svo gott að hann sagðist eiga það og tók það af henni.
Ég, Harpa og Svavar Máni fórum svo inn í herbergi að horfa á the Simpsons og borða nammi en
svo þurfti ég að fara heim að skipta um föt því ég var að fara að spila með bjöllukórnum á aðventuhátíðinni.

8.12.07

Síðan tilbúin

Hér ætla ég að reyna að blogga um allt það sem ég er að bralla á daginn.