25.2.08

Snjóbretti

Ég er búin að vera að æfa mig á brettinu mínu.
Í fyrstu ferðinni minni upp í stafdag komst ég fyrst upp á hæð 3 svo 5
Í næstu ferð var það 7 á hálft og 3 upp á topp og ég er kannskiað fara 4 ferðina mína í dag
hef ekkert meira að segja.
Vildi bara segja hvað ég væri orðin dugleg á brettinu. :D

Bless með stæl og varúlfsvæl

Snjóbretti

16.2.08

Amma Lauga

Það var 8 febrúar þegar hún Guðlaug amma mín dó. Það var bara núna í morgun sem hún var grafinn. Við byrjuðum á því að fara niður í kirkju og þar fór hann Cecil með bænir og kórinn söng allskonar sálma. Þegar það var búið var kistan borinn út í bíl. Mamma hélt á kransinum og gekk á eftir kistunni. Svo komu ég og Marý með sitt hvorn blómvöndinn.
Svo var keyrt upp á kyrkjubæ og þar var hún jörðuð.
Þar hvíla líka Águst afi og Víðir bróðir ömmu Gullu.
Ég man vel eftir því þegar við fórum í heimsókn til hennar ömmu þegar við vorum litlar.
Amma var með allskonar skrítið dót út um allt.
Allskonar gamalt dót til dæmis styttur og það voru eiginlega alltaf kökur og eitthvað gómsætt sætabrauð í boði þegar við komum.
Svo þegar við vorum búnar að borða fórum við Marý undir borð með púðanna hennar ömmu Laugu og annað slagið fór önnur hvor okkar inn í borðstofuskápinn og stálumst í svolítið nammi og þegar amma sá til kom hún og gaf okkur svolítið meira.
Svo þegar við vorum að fara aftur heim þá gaf hún okkur alltaf prjónaða sokka og vettlinga sem hún var búin að gera. Við vissum alltaf að við fengum eitthvað.

Ég veit að henni ömmu minni líður vel þar sem hún er núna.