20.12.07

Miðvikudagurinn 19.desember


Dagurinn byrjaði á því að ég mætti í skólann klukkan átta. Við horfðum á jólamynd og bárum út jólakort. Eftir hádegi voru litlu jólin. Þar fórum við í leik sem heitir hver er ég. Eftir leikinn las Kata fyrir okkur jólasögu um Pétur og Brand. Svo dönsuðum við við jólalög og borðuðum nammi. Svo fórum við krakkarnir fram í pínu stund að dansa í kring um jólatré.
Eftir litlu jólin fór ég heim og bað pabba að skutla mér heim til Cecils með heitt kakó og jólakönnu frá leynivini (Unni).
Klukkan hálf átta fór ég á jólatónleika og spilaði heims um ból á gítar með Ríkey, Ísak og Ólafi Guðna. Það gekk bara fínt. Það fannst mömmu allavega. Svo fór mamma á litlu jól kennara en við pabbi fórum heim og hittum Marý og Ernu Rut úti að labba.
P.S. Myndin að ofan sýnir jólakortið okkar í ár.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ krúshildur!!
flott jólakortið ykkar í ár ég hefði nú viljað heyra í þér á jólatónleikunum . Þú ert eins og fræna þín hún Hind ... eruð svo duglegar að spila á hljóðfæri. Bless brandarakona INGA frænka